sunnudagur, mars 14, 2004 |
Æðisleg helgi |
Þessi helgi var hreint út sagt yndisleg og frábær!
Í gær var haldið upp á afmælið hennar mömmu, en hún varð 50 ára þann 7. mars síðastliðinn. Mamma byrjaði daginn í gær á því að fara í andlits og herðanudd og litun og plokkun og förðun og alles. Svo kom hún heim og haldið var kaffiboð fyrir hana. Þetta gáfum við henni í afmælisgjöf. Rosalega gaman að hitta alla ættingjana, ekki oft sem sollis er.
Svo um kvöldið fórum við systkynin, mamma og pabbi og amma út að borða á Skólabrú. Ég fékk mér lauksúpu í forrétt, nautapiparsteik í aðalrétt og ís í eftirrétt. Tommi fékk sér brokkolísúpu í forrétt, skötusel í aðalrétt og engan eftirrétt. Þetta var alveg geggjaður matur.
Það var mikið hlegið yfir matnum, Lilja systir var svo óheppin að sulla sósu yfir sig alla og var svo rosalega orðheppin að segja að hún "þyrfti að ná úr henni" um leið og hún byrjaði að reyna að skola úr skyrtunni með munnþurrkunni og vatni úr vatnsglasinu sínu. Amma gamla varð miðpunkturinn líka þegar hún misheyrði þegar pabbi sagði heimalagaður ís, þá hváði í þeirri gömlu "ha, remúlaðiís"... bara fyndið og mikið hlegið.
Í dag var svo farið á háskólakynningu og safnað bæklingum. Varð alveg steinhissa þegar mér var tilkynnt að ég gæti ekki fengið námsskrá á prenti nema ég myndi borga heilan þúsund kall fyrir hana! Góð sparnaðarleið.
Svo fórum við í barnaafmæli, hann Elías Hrafn varð 2ja ára þann 4. mars. Fórum bara í Hagkaup og keyptum á hann flottar íþróttabuxur, hann verður sko alger töffari!!! ;)
Þannig að þessi helgi var bara frábær í alla staði! |
posted by Latur Bloggari @ 22:15 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|