mánudagur, október 22, 2007 |
Bilað hné og tannlæknaferð |
Ohhh hvað það er fúlt að geta ekki æft á fullu eins og maður vill, mér tókst að gera einhvern andskotann við hnéið á mér og hef verið hálf hölt í 3-4 vikur. Langar ekki að fara til læknis bara til að heyra að ég sé of þung, ég meina, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er of þung án þess að ég borgi einhverjum fyrir að segja mér það. Vona samt að hnéið fari að jafna sig því mig dauðlangar að ná þessum kílóum í burtu! Fyrir viku síðan fór ég á Akureyri til að fara til tannlæknis. Mér tókst að kljúfa eina tönn og brotnaði 1/4 af henni. Þetta er svosem hálfónýt tönn sem ég er búin að vera að baksast með í 5-6 ár. Þessi tannsi vildi helst ekkert gera fyrir mig annað en að setja bráðabirgðarfyllingu yfir og segir að ég eigi að fara til sérfræðingsins sem minn tannlæknir vill senda mig til, en lét svo fylgja á eftir að ef ég vildi alls ekki fara til sérfræðingsins þá mætti ég hringja í hann og fá hann í þetta. Ég kem suður á föstudaginn og get ekki beðið, hlakka svo til þess að hitta alla og djamma í Reykjavík, skortur á góðu djammi hér. Hef reyndar farið einu sinni inn á Akureyri á nokkuð gott djamm, tók þá 2 kvöld á einni helgi og skemmti mér konunglega. Svo var smá djamm hér á Þórshöfn þessa helgi, það var ágætt en ekki nógu gott. Þannig að ég ætla að djamma rækilega fyrir sunnan. |
posted by Latur Bloggari @ 08:12 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|