mánudagur, ágúst 27, 2007 |
Flutningar og hundur |
Þá er ég flutt á Þórshöfn og Pjakkur með mér. Fyrir þá sem ekki vita það, þá er Pjakkur Chihuahua hvolpur sem ég fékk mér í sumar og tók hann með mér frá Akureyri þegar ég flutti norður.
Vinnan lítur vel út, er búin að vera eina viku í undirbúningsvinnu og í dag byrjaði skólastarf með þemaviku. Það blundaði í manni nett "panic" tilfinning þegar maður sá alla krakkana, en svo setti maður bara upp grímuna og tæklaði þetta. Gekk bara nokkuð vel í bæjarferðinni með krökkunum. Eina sem ég get sett út á er að sú sem á að vera að leiðbeina mér inn í starfið hefur verið svolítið upptekin og ekki gengið eins vel og ég vildi. En ég hef fengið aðra í staðin til að aðstoða mig við þetta. Ég verð að kenna ensku í 2. - 3. bekk, samfélags-, náttúru- og kristinfræði og ensku í 4. - 5. bekk, ensku í 7. - 8. bekk og lífsleikni í 8. - 10. bekk. Ég á að vera að kenna 25 stundir á viku, en það er búið að bæta á mig 2 aukastundum þannig að ég fæ alltaf einhverja yfirvinnu.
Hundurinn minn er frábær, hann er skemmtilegur karakter sem lætur helst ekki vaða yfir sig. Perla Dís er alger frekja, en hann lætur hana ekki stjórna sér, heldur rífur bara kjaft við hana á móti. Hann er sko alger Pjakkur og ber því nafn með rentu. |
posted by Latur Bloggari @ 21:52 |
|
1 Comments: |
-
Frábært :) Alltaf gott að hafa einhvern til að drekkja í spurningum þegar maður þarf þess ;)
|
|
<< Home |
|
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|
Frábært :)
Alltaf gott að hafa einhvern til að drekkja í spurningum þegar maður þarf þess ;)