þriðjudagur, mars 06, 2007 |
Tími til kominn |
Jæja ætli það sé ekki best að gefa smá uppfærslu á þetta. Ég er ekki lengur veik... var ekki veik lengi, þannig að ég verð að segja að ég var nú bara nokkuð heppin svona miðað við hvað maður er að heyra í kringum sig. Ég er flutt í íbúðina sem ég er að leigja, en er ekki alveg að nenna að koma hlutunum mínum fyrir... þetta er bara eitt það leiðinlegasta sem ég geri. Hef flutt of oft um ævina og vona að ég þurfi ekki að flytja mikið oftar. Ég sé ekki fram á að klára að koma mér fyrir alveg strax, er að fara í próf á fimmtudaginn og morgundagurinn fer allur í það að læra. Svo er ég að vinna á föstudag og laugardag... þannig að ég veit nú sko ekki alveg hvenær ég á að finna tímann. Í öðrum fréttum, þá fór ég og skráði mig á námskeið í world class... næstu átta vikurnar verða teknar af mikilli hörku og ég hlakka til að fara að koma mér aftur af stað og snúa við vigtinni aftur. Svakalega fúlt þegar maður er búinn að vera duglegur í ræktinni, hættir svo og fitnar ógeðslega mikið aftur. Skólinn er ekki alveg að ganga upp þessa dagana... þarf að rífa mig upp í dugnaðinn og setja upp gott plan fram að prófum, það er alltof stutt í þau. Ef allt gengur vel þá er þetta síðasta próftíðin mín í bili og það verður svakalega notalegt. |
posted by Latur Bloggari @ 22:41 |
|
2 Comments: |
-
hvernig væri að þú gæfir mér spark í átt að ræktinni?
-
Hér er eitt stykki risastórt spark sem ætti að skila þér langleiðina í ræktina :p
|
|
<< Home |
|
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|
hvernig væri að þú gæfir mér spark í átt að ræktinni?