mánudagur, mars 12, 2007 |
strengir dauðans |
Úff það er erfitt að byrja aftur í ræktinni... sé fram á að vera með strengi næstu vikurnar. Maður tapar svakalegu þoli svona með því að hætta að mæta í ræktina. En ég hef fulla trú á því að ég verði fljót að vinna það upp. Námskeiðið leggst ágætlega í mig... gott að taka svona ársfrí og þá er maður ekki eins þreyttur á því að vera alltaf að gera sömu hlutina. Hef aðeins verið að hugsa málið með það hvað ég geri þegar þetta námskeið er búið og er að verða búin að komast að þeirri niðurstöðu að taka jafnvel bara annað námskeið strax í framhaldinu.
Helgin sem var að líða var bara nokkuð skemmtileg og viðburðarrík. Allt frá því að fara á hokkíleik í það að þurfa að hugsa um drukkið fólk svo það komist heim til sín. Ekkert alltof mikill svefn þó, en það reddast, tókst að vakna í morgun til að fara í ræktina. Og það segir sko alveg heilan helling sko. |
posted by Latur Bloggari @ 16:58 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|