mánudagur, maí 10, 2004 |
Í bílaleit |
Jæja við erum komin á fullt með að leita að nýjum bíl, skoðum allar bílaauglýsingar sem við komumst yfir. Rosalega spennandi kvöld hjá mér svona þegar ég sit ein heima. Fara að mestu leyti í bílaleit ;)
Um daginn þegar við fórum norður var ég alger snillingur að gleyma pillunni minni hérna heima. Eftir það var sú ákvörðun tekin að prófa að láta sprauta mig með getnaðarvarnarsprautunni en hún dugir í 3 mánuði.
Helvíti var nú skrítið að hafa klukkutíma í mat og vinna bara til 5 í dag. Hef verið með hálftíma í mat í allavegana 2-3 vikur og síðustu viku vann ég til 6 alla daga. Meira að segja í gær og fyrradag.
Það er nú samt soldið þreytandi að hitta Tomma bara í ca. hálftíma á morgnanna og einn og hálfan tíma á daginn. En ýmislegt leggur maður á sig fyrir peningana! |
posted by Latur Bloggari @ 20:48 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|