sunnudagur, mars 28, 2004 |
Annríki undanfarið |
Jæja loksins kom mikið af fiski og því mikið að gera í vinnunni. Ég vann til klukkan 7 á fimmtudaginn, tuttugu mínútur yfir 7 á föstudaginn (allt frá 11 um morguninn í yfirvinnu) og tók svo næturvakt í gær (mætti klukkan 8 í gærkvöldi og kom heim klukkan 5 í morgun). Þannig að launin hækka nú soldið hjá manni.
Núna erum við að njóta þess að hafa unnið eins og vitleysingar í síðustu viku. Fórum í bæinn að versla. Ég ætlaði að kaupa mér buxur en endaði með skó (síðast þegar ég verslaði einhverja flík þá ætlaði ég að kaupa mér bol eða skyrtu en kom heim með buxur). Fórum sko á markaðinn í Perlunni og ég keypti íþróttaskó á 4000 kall (kostuðu áður 8990), kjarakaup! Svo var farið í smáralind og borðað á burger king, nokkuð góðir borgarar þar. Svo keyptum við tóma geisladiska í office1. Svo fórum við í rúmfatalagerinn og keyptum skál, batterý og sokka. Svo nottla vikulega ferðin í bónus. Útkoman er bara nokkuð góður dagur hjá okkur ;) |
posted by Latur Bloggari @ 19:58 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|