þriðjudagur, janúar 03, 2006 |
Skaði jólanna |
Jæja þá er skaði jólanna kominn fram á vigtinni, ég þyngdist um 1 og hálft kíló síðan ég fór í vigtun hjá þjálfaranum þann 21. des. Mér finnst það nú samt ekkert rosalega mikið miðað við það hvað maður át mikið.
Ég er hætt að vinna og Tommi er á fullu að leita að vinnu. Hann er búinn að sækja um á mörgum stöðum svo við bíðum og vonum, á meðan er hann alltaf hjá Hive á kvöldin. Það munar alveg helling um það.
Ef þið vitið um einhvern sem vantar íbúð í Þorlákshöfn megið þið alveg láta okkur vita. Það er þriggja herbergja íbúð í blokk.
Annars er maður bara að bíða eftir að skólinn og námskeiðið byrji. Það byrjar bæði á mánudaginn. Ég er mjög spennt fyrir bæði skóla og námskeiði :D |
posted by Latur Bloggari @ 12:58 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|