mánudagur, maí 17, 2004 |
Metallica |
Ég á miða á Metallica, ligga ligga lái...
Teddi kom heim til okkar í dag. Búinn að vera í burtu síðan föstudaginn fyrir viku síðan, kom reyndar hérna við á fimmtudaginn en fór svo til mömmu sinnar. Hún kom með hann um klukkan 6 í dag. Hann var ekki alveg sáttur, en við náðum að róa hann niður. En það tók hann ansi langan tíma að sofna, held hann hafi ekki sofnað fyrr en klukkan hálf tíu. Fór samt upp í rúm klukkan rétt rúmlega 8.
Helgin mín var meiriháttar!!! Leyfði mér það að skella mér til Akureyrar og heimsækja vinkonur mínar. Var að vísu alger félagsskítur og hætti við að fara á ball með þeim ca. klukkutíma áður en farið var. En það var allt í lagi, ég mætti miklum skilningi þar á bæ. Takk æðislega fyrir mig!!! Annars var skrítið að geta slappað af, maður er orðinn ansi vanur því að vinna mikið. Enda var nú helvíti erfitt að vakna og mæta í vinnuna í morgun.
Bílaleitin heldur áfram, gengur svona upp og ofan, en við höfum alveg örugglega 250 þús krónur upp bíl. Sú tala hækkar reyndar á fimmtudaginn ;)
Næstu helgi verð ég að kíkja í bæinn. Kolla, frænka mín sem hefur búið í USA í tíu ár, er að koma til landsins og það á að hittast af því tilefni. Hún hefur nefnilega aldrei komið til Íslands síðan hún flutti út og því enginn hitt manninn hennar Bob og son hennar Hunter. Það verður nú ansi skrítið.
Jæja þarf að sinna nokkrum verkum fyrir háttinn. Nenni nefnilega ekki að horfa á Boston Rob og Amber vinna Survivor!!! :( |
posted by Latur Bloggari @ 22:13 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|