laugardagur, maí 29, 2004 |
Smá frí |
Nokkuð skrítið að sjá fram á að eiga frí fram á þriðjudag. Var reyndar að vinna til klukkan 18 (á venjulega að vinna til klukkan 11 fyrir hádegi) í gær og Tommi vann frá hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. En svo eigum við ekki að mæta í vinnu fyrr en á þriðjudag.
Seinnipartinn í dag verður svo farið í bæinn. Móðurfjölskyldan mín ætlar að hittast í tilefni þess að Kolla frænka mín er í heimsókn. Hún býr nefnilega í Bandaríkjunum og hefur búið þar í tíu ár. Þetta er fyrsta skiptið sem hún kemur til Íslands síðan hún flutti. Einnig erum við að hitta fjölskylduna hennar í fyrsta skipti, en hún á Bandarískan mann og þau eiga fjögurra ára gamlan son.
En áður en við förum í bæinn, ætlum við Teddi að skella okkur í Hveragerði og fara í Bónus þar. En sú búð opnaði þar síðustu helgi. Kannski að maður finni líka eitthvað annað að gera á meðan Tommi sefur. Veit reyndar að ég þarf að brjóta saman þvott og setja aftur í þvottavélina. Erum að reyna að vinna niður óhreina tauið eftir mikla leti í þeim efnum. |
posted by Latur Bloggari @ 10:20 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|