mánudagur, október 03, 2005 |
Fékk sukk helgarinnar í bakið |
Jæja ég var kannski of dugleg í "ruslinu" um helgina og þyngdist um 600 grömm. Verð bara að vera dugleg í þessari viku og næstu helgi til að bæta þetta upp. Er að spá í að fara í viðtal við næringarráðgjafa og fá hann til að hjálpa mér aðeins með mataræðið. Ef það heppnast vel ættu kílóin að fara að fjúka :p
Við vorum með innflutningspartý á laugardaginn, buðum 30 manns og aðeins 8 mættu, þar af 2 óboðnir. Ekkert smá fyndið hvað allir voru uppteknir. Þetta var nú samt bara rólegt og fínt og held ég að gestir hafi verið nokkuð ánægðir.
Jæja annars ætlaði ég ekkert að stoppa hérna, það bíða mín 4 bónuspokar sem ég á eftir að ganga frá úr. |
posted by Latur Bloggari @ 16:49 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|