miðvikudagur, júní 15, 2005 |
I´m SO bored |
Úff hvað mér leiðist, hef setið ein heima nánast öll kvöld síðustu 3 vikur. Reyndar ekki alveg ein, en Teddi fer að sofa klukkan níu þannig að ég hef ekki félagsskap eftir það. Enda er ég búin að horfa á fyrstu 2 seríurnar af Sex and the City, fimmtu seríu af Gilmore Girls (verður sýnd hér næsta vetur) og aðra seríu af The O.C. (veit ekki alveg hvenær hún verður sýnd hér). Hehe ég veit ég er kelling ;o)
Við erum farin að athuga með leiguíbúðir í bænum og erum kannski að fara að skoða íbúð á helginni. Ég er alveg rosalega spennt fyrir því að flytja í bæinn. Einna helst væri ég þó til í að kaupa mér íbúð í bænum en fjármálin leyfa það sennilega ekki næstu árin :oS
Þessa dagana erum við með hund á heimilinu, erum nefnilega að passa hana Dögg fyrir pabba og mömmu á meðan þau njóta lífsins í heimsókn hjá Sóldísi frænku sem býr í Flórída. Hundinum fylgdi bíll, þannig að við erum á 2 bílum. Áðan var ég að hreinsa búrið hjá hamstrinum og skellti honum því í kúluna sína. Þurfti þó að bjarga honum fljótlega því Dögg hélt að þetta væri bolti og var farin að ýta honum um alla íbúð. Það kom sko skelkaður hamstur úr kúlunni. Svo munaði nú ekki miklu að hún næði að glefsa í hann, enda skiljanlegt. |
posted by Latur Bloggari @ 22:26 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|