Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
mánudagur, apríl 11, 2005
næturvaktir, gallblaðra og fleira
Jæja þá er ég búin að vera á næturvöktum í 2 vikur og er maður nú orðinn ansi þreyttur á því. En björtu hliðarnar eru þær að ég á eftir að vinna 2 vaktir og svo fer ég í mánaðar langt frí. Fyrst 10 dagar í veikindafrí eftir aðgerðina og svo í 2 vikur til að ég geti tekið prófin mín í skólanum. Fer í 5 próf ;)
Í gær vaknaði ég við mikinn sársauka í bakinu sem leiddi svo fram, sá fyrir mér hraðferð á spítala og vesen. En eftir að hafa talað við vaktlækni tók ég slatta af íbúfen og sofnaði svo loksins aftur. Svo í gærkvöldi var ég hálf slöpp þannig að ég fékk að fara heim úr vinnunni. Í dag er ég nokkuð góð og er á leiðinni að fara í vinnuna; þó ég nenni því ekki.
posted by Latur Bloggari @ 19:26  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home
 
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER