fimmtudagur, febrúar 17, 2005 |
Hitt og þetta, aðallega þetta |
jæja eftir að hafa fengið kvörtun yfir of tíðum bloggum, ákvað ég að pása smá. :)
Ýmislegt hefur á daga mína drifið þessa daga síðan síðast. Ég bíð nú eftir að heyra í lækninum mínum um það hvenær ég fæ tíma hjá einhverjum lækni á Selfossi, en þar verður uppskurðurinn væntanlega framkvæmdur. Hef verið að reyna að passa matarræðið en það gengur misjafnlega. Hef þó ekki fengið annað kast, finn bara stundum smá ógleði og verki.
Á síðustu helgi fórum við til Raufarhafnar, tilefnið var það að pabbi varð fimmtugur. Það var heljarinnar veisla og fjör. Mikið gott að borða og svo nóg áfengi í boði. Hann fékk fullt af flottum og góðum gjöfum, flottasta og jafnframt óvenjulegasta var gjafabréf í saga heilsa og spa. Ekki vanur því að karlmenn fái sollis bréf. Á sunnudeginum keyrðum við svo heim. Ferðalagið tók tæpa 10 tíma og fékk ég að vita það þegar heim var komið að ég ætti að mæta í vinnu rúmum klukkutíma seinna og standa 11 tíma vakt. Maður var ansi skrautlegur daginn eftir ;)
Núna er ég búin að taka 3 næturvaktir og 1 nótt í frí. Hendurnar á mér eru að drepa mig, er með svo mikla sinaskeiðabólgu að hægri höndin á mér dofnaði upp þegar ég pússaði á mér neglurnar í dag!
Síminn minn er látinn aðeins 18 mánaða að aldri, hann skildi ekki eftir símanúmerin sem í honum voru vistuð og því gæti verið að ég hafi týnt nokkrum númerum :os Ég fékk annan síma til afnota, nokia 6110, mér líður eins og ég sé komin aftur í fornöld! Erfitt að fara úr síma með litaskjá og átengdri myndavél yfir í svona gamalt tól. Veit ekki enn hvenær nýr sími kemur á heimilið.
Skólinn er eitthvað aukaatriði hjá mér þessa dagana, því miður hef ég lagt hann aðeins til hliðar á meðan ég reyni að vinna eins mikið og ég get. Ekki veitir af til að borga eitthvað af skuldunum mínum ;)
Jæja ætli þetta sé ekki komið nóg í fréttum í bili... |
posted by Latur Bloggari @ 17:48 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|