laugardagur, janúar 22, 2005 |
Tölvan að komast í rétt stand |
Jæja eftir mikla vinnu og erfiði er tölvan að verða orðin góð aftur. Að vísu á ég enn eftir að setja upp prentarann aftur. Virðist eitthvað hafa bilað þar þegar ég formataði græjuna. Við erum meira að segja byrjuð að ná í þau gögn sem hægt er að bæta, því miður eru það ekki öll gögnin okakr. Verst var að missa öll persónulegu skjölin sem maður átti :(
Ég fékk símtal frá vinnunni í gær, þar sem mér var boðið að mæta í vinnuna á mánudaginn. Þeir eru ekki enn farnir að starta fullri vinnslu, það er enn bara verið að handflaka og frysta. En ég þáði það með þökkum og hlakka til að fá útborgað í þarnæstu viku ;) Að vísu er ég búin að vera á launum allan þennan tíma, en þó eru það ekki full laun. En hins vegar hlakka ég ekki til mánudagskvöldsins, ætli ég sofni ekki klukkan átta eða eitthvað svoleiðis ;)
Helgin kemur til með að fara að mestu leyti í afslöppun. Reyndar ætlum við að kíkja í heimsókn á bakkann í dag eða á morgun. Kemur í ljós þegar svefnpurkan vaknar. Reyndar þarf ég líka að læra smá, þar sem laugardagar eru fráteknir fyrir heimspekileg forspjallsvísindi ;)
Jæja ég ætla að halda áfram við að ná í leikina sem við ætlum að setja upp í tölvunni ;)
|
posted by Latur Bloggari @ 11:40 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|