fimmtudagur, desember 23, 2004 |
Þrjár einkunnir komnar :) |
Ég er með:
6 í Almennum málvísindum: sko ég fraus í prófinu, það varð misskilningur á milli kennarans og prófstjórnenda þannig að við fengum engar blokkir til að skrifa í. Þið getið ímyndað ykkur að þurfa að skrifa heilt próf á nánast full blöð af spurningum. Krotað út til hliðanna og aftan á blöðin! Vona að ég lendi aldrei aftur í þessu. Hmmm.... reyndar var þetta annar af 2 kúrsum sem ég var ansi hrædd við svona fyrirfram, en með smá lestrartörn daginn áður, þá hafðist þetta ;)
7 í Ritþjálfun 1: ritgerðakúrs, skrifaði 2 ritgerðir og eitthvað af minni verkefnum. Bjóst sko alls ekki við að fá hærra en 5 í byrjun kúrsins. Fannst ritgerðirnar mínar algert rusl, en virðist vera sem það hafi verið eitthvað smá vit í þeim! ;)
8 í Breskri menningarsögu: sko fyrirfram bjóst ég aldrei við að ná þessum kúrs. Svo eyddi ég eiginlega 4 dögum í að lesa bækurnar og glósurnar og fara yfir gömul próf. Það hefur virkað svona líka alveg rosalega vel! ;)
Annars er allt gott að frétta. Við fórum í bæinn í dag að skutla jólapökkunum og fengum slatta til baka. Tjah eða Teddi fékk slatta til baka ;) Svo þegar heim var komið tók við jólatrésskreyting undir tónum Bubba sem er í beinni á bylgjunni. Svo þegar Teddi er sofnaður ætlum við að raða pökkunum undir tréð og klára eins mikið af þrifum og við getum í kvöld. Erum nokkuð þreytt eftir að hafa vakað fram eftir í gærkvöldi. Vorum nefnilega að pakka inn gjöfum og klára að græja nokkrar gjafir. Þannig að við fengum ca. 3-4 tíma svefn í nótt ;) Svo fékk Teddi fyrirlestur um að hann eigi að sofa til 8 í fyrramálið, en ef ég þekki hann rétt þá verður hann vaknaður klukkan 6 ;)
Jæja maður ætti að drífa sig í að gera eitthvað :)
Gleðileg jól :)
|
posted by Latur Bloggari @ 22:45 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|