Hlutir sem gerst hafa síðan síðast:
- skólinn byrjaði
- næturvaktir byrjuðu
- ég skömmuð fyrir eitthvað sem ég gerði ekki og tekin af næturvöktum í kjölfarið
- fengum uppþvottavél og kommóðu gefins
- Ari Freyr dó
- Mæja Bet flutti til Írlands
- ég byrjaði í sjúkraþjálfun
- keyptum prentara
Hmmm... er ekki alveg vakandi þannig að ég gleymi alveg helling af atriðum sem hefðu getað komið þarna inn. Annars gengur lífið bara ágætlega, ég er á nokkurn veginn réttu róli með lærdóminn og er enn að fíla þetta. Núna sitjum við Teddi bara ein heima því Tommi var beðinn um að vinna í dag sem er bara gott fyrir peningamálin. Jæja ætlaði bara að leyfa ykkur að fá smá fréttir, er að fara og hnoða í pizzubotn! Heyrumst... |