þriðjudagur, ágúst 24, 2004 |
Ekki er öll hreyfing góð! |
Jæja ég var nú nokkuð dugleg á fimmtudaginn og fór út að labba með tveim stelpum hér í Þorlákshöfn. Vissi að buxurnar mínar voru götóttar og var því forsjál og fór í stuttbuxur inn undir. Skildi svo ekkert í því þegar við vorum komnar af stað og svitinn farinn að spretta fram, að ég fór að finna fyrir miklum sviða á innanverðu lærinu. En ég hélt ótrauð áfram og við töldum okkur hafa gengið eina sex kílómetra, sem tók okkur reyndar klukkutíma.
Þegar heim var komið fór ég að athuga orsök sviðans mikla. Þá kom í ljós að ég var nú ekki nógu forsjál og fór víst í götóttar stuttbuxur inn undir götóttu buxurnar mínar, þannig að þær gerðu ekki mikið gagn! Afraksturinn varð það versta nuddsár sem ég hef nokkurn tímann áður fengið! Við erum að tala um að það vessar enn úr því, vegna staðsetningar hefur það ekki náð að þorna almennilega upp!
Þannig að þessa dagana labba ég um eins og mörgæs og er búin að komast að þeirri niðurstöðu að það er ekki auðvelt að labba með saman klemmdar lappir!
|
posted by Latur Bloggari @ 20:49 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|