mánudagur, júlí 05, 2004 |
Metallica |
Jæja þá eru Metallica tónleikarnir búnir... þetta var geðveikt! Ógeðslega mikið fólk, ógeðslega heitt, ógeðslega mikill raki... en þetta var alveg þess virði og ríflega það! Svo bjóst maður við að hitta engann sem maður þekkir, en ég hitti óvenju marga og sá helling af fólki sem ég kannast við. Sem dæmi má nefna þá hitti/sá ég vini/kunningja, vinnufélaga, póstmenn, ættingja, fólk sem tengist fjölskyldunni á annan hátt, raufarhafnarbúa og gamla skólafélaga. Upphitunarhljómsveitirnar voru svona lala og var mikill biðtími á milli upphitunarhljómsveita og líka áður en Metallica byrjaði.
En maður kemur sko aldrei til með að sjá eftir því að hafa farið á þessa tónleika. Alveg hin tærasta snilld! |
posted by Latur Bloggari @ 07:20 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|