Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
þriðjudagur, júní 29, 2004
Langt um liðið
Jæja nú hef ég verið nokkuð löt undanfarið. Mikil vinna og svoleiðis...

En núna sit ég heima með Tedda alveg stútfullan af kvefi. Vorum nefnilega á ættarmóti á helginni og það rigndi heldur mikið á föstudeginum, þannig að tjaldsvæðið var allt á floti alla helgina. Það gerði það að verkum að það var mjög spennandi að leika sér í pollunum og drullunni, þannig að öll börn urðu holdvot og enduðu sennilega allir uppfullir af kvefi. Reyndar hef ég líka heyrt af einum með hlaupabóluna... vonum bara það besta. ;)

Síðustu helgi fór ég í úskrifarveislu hjá Önnu Guðnýju vinkonu minni. Hún var að klára lífefnafræði í Háskólanum. Útskrifaðist með einkunnina 9.3 og var því semidúx (dúxinn var með 9.31). Maður er alveg að rifna úr stolti yfir henni. En þó er það nú svolítið skrítin tilhugsun að fólk sem maður útskrifaðist með úr Menntaskólanum sé að útskrifast úr Háskólanum... og ég ekki byrjuð... ;)

En ég get þó fært þær fréttir að ég er búin að skrá mig í enskuna í haust. Reyndar er áætlunin sú að taka bara fyrsta árið í enskunni og fara svo í bókasafns og upplýsingafræði og sækja um að fá enskuna metna inn sem aukagrein. Tommi ætlar líka í Háskólann, skráði sig í sálfræðina. Þetta verður erfitt en vonandi skemmtilegt.

Við ætlum að búa bara í Þorlákshöfn og keyra á milli. Íbúðin er ekkert að seljast og svo væri það svolítið erfitt fyrir hann Tedda að fara á fjórða leikskólann. Hann er nefnilega á sínum þriðja núna. Það ætti ekki að vera neitt mál að keyra á milli, erum nefnilega á svo rosalega góðum bíl núna ;)

Talandi um bílinn, ég fór í bæinn í síðustu viku og skellti mér með hann í skoðun. Hann fékk fulla skoðun en með einni athugasemd. Það er einhver mótor sem stýrir ljósgeislanum á bílnum bilaður, pabbi ætlar að athuga með að laga það fyrir okkur. Svo þyrfti helst að skipta um bremsuklossana að framan. En þetta eru væntanlega ekki mjög dýrar viðgerðir.
Í sömu bæjarferð fór ég með hana Ölmu Dögg í bíó, bauð henni á Harry Potter. Ég nefnilega fór með hana á hinar tvær og vildi fara með henni á þessa líka... henni fanst alveg ógeðslega gaman.

Svo er spennan að magnast upp fyrir næstu helgi. En ef það hefur farið framhjá fólki þá eru Metallica að spila á sunnudaginn og ég á miða! ;) Að vísu eigum við eftir að fá okkur barnapíu... en það rætist vonandi úr því. ;)

Jæja nú er komið of mikið af upplýsingum í einni færslu... ætla ekki að drekkja ykkur í þessu. Þarf að gefa Tedda morgunmat og sollis... þangaði til næst þegar andinn kemur yfir mig... tata
posted by Latur Bloggari @ 09:46  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home
 
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER