Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
fimmtudagur, desember 09, 2004
Maður er nú einu sinni latur bloggari! ;)
Jæja kannski kominn tími á að tjá sig smá hérna.

Hmmm.... lífið hefur aðallega snúist um skóla og vinnu. Búin að vera að lesa og lesa meira milli þess sem ég vinn á dag- eða næturvöktum í vinnunni. En ég er komin í frí frá vinnunni í bili. Fyrsta prófið mitt er nefnilega á föstudaginn(10), svo annað á mánudaginn(13), annað á fimmtudaginn(16) og síðasta á laugardaginn(18). Svo mætir maður galvaskur í vinnu þann 20. og vinnur vonandi í allavegana 3 daga. Því svo vinn ég ekki meira það sem eftir er af árinu. Við ætlum að vera hérna heima í rólegheitum á aðfangadag en svo förum við norður til mömmu og pabba þann 27. og verðum yfir áramótin. Já meðan ég man, hér með auglýsi ég eftir hamstrapössun þann tíma!

Annars er lítið að gerast í kringum mig. Enda er maður sko ekki búinn að vera mikið á meðal annarra manna undanfarnar 2-3 vikur. Var nefnilega á næturvöktum í tvær vikur og þegar ég hætti að vinna ákvað ég bara að vera ekkert að standa í því alveg strax að snúa sólarhringnum við. Rólegasti tíminn á heimilinu er á nóttinni þannig að það auðveldar manni allan lestur. Svo eru prófin mín ekki fyrr en klukkan 13:30 á daginn þannig að það ætti að sleppa til þó maður vaki til 3-4 nóttina áður ;)

Annars er ég nokkuð bjartsýn fyrir þessa próftíð, svona allavegana miðað við þegar ég var í tölvunarfræðinni, ég veit að ég kem mjög líklega til með að ná Bresku Bókmenntunum (fyrra próf upp á 6.9 gildir 50%) og Hljóðfræðinni (verkefni sem gilda 50% er í einkunnum 8.5+). Hins vegar er annað mál með Bresku Menningarsöguna og Almennu Málvísindin, hugsa samt að ég nái þeim alveg (tjah ætli það sé ekki frekar að maður vonist til að ná þeim). Svo er ég í einum próflausum áfanga sem heitir Ritþjálfun 1, þar er ég búin að fá 7.5 fyrir ritgerð sem gilti 30%, fæ einkunn fyrir þá næstu í byrjun næstu viku (hún gildir 40&) og svo á ég eftir að skila síðasta verkefninu (sem gildir 30%), en við eigum að skila því á mánudaginn, þ.e. sama dag og ég fer í hljófræði prófið mitt!

En jæja ætli þetta sé ekki nóg í fréttum svona í bili, allavegana er British Cultural Identities bókin farin að kalla á mig hástöfum og ætla ég að sinna því kalli!

posted by Latur Bloggari @ 03:01  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home
 
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER