miðvikudagur, október 27, 2004 |
Skóli og meiri skóli |
Úff ég hélt ég myndi drukkna um daginn.
Skilaði verkefni á fimmtudaginn, ritgerð á föstudaginn, fór í próf á mánudaginn og skilaði "preparation notes" fyrir næstu ritgerð á þriðjudaginn. En það hægist aðeins um þetta núna! ;)
Annars gengur skólinn alveg glimrandi vel, hef fengið 10 fyrir öll verkefnin í hljóðfræðinni og fékk 6.9 fyrir prófið mitt(tala sem sumir hafa haldið fram að henti mér mjög vel) og það gildir 50% af einkunn!
Vinnan er alveg að gera útaf við mig, er sko alls ekki að nenna að vinna þarna lengur. Þoli ekki við heilan dag án þess að vera að drepast í öxlinni. Bíð bara eftir því að einn daginn festist hún, neiti að vinna meir. En það er víst fátt annað í boði, þannig að ég verð barasta að þrauka þetta...
Fékk vægt sjokk í dag þegar ég var að lesa fréttablaðið í hádeginu, komst að því að afi vinkonu minnar væri dáinn og búið að jarða hann... þar með fékk ég skýringu á því afhverju hún var með slökkt á gemsanum sínum á afmælisdaginn sinn... er búin að senda foreldrum hennar minningarkort og ætla að hringja í hana í kvöld.
Jæja þá vitið þið eitthvað um það sem ég hef verið að gera undanfarið. Ef svo ólíklega vill til að þið munið eftir afmælinu mínu, þá er símatími eftir klukkan 17 þann dag! ;)
Þangað til næst,
ble ble
|
posted by Latur Bloggari @ 17:44 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|