Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
fimmtudagur, október 07, 2004
Fjölgun í fjölskyldunni
Jæja þá fjölgaði um einn í heimilinu í dag. Ég og Tommi stóðumst ekki mátið þegar við römbuðum inn í dýrabúð ;)
Hann er lítill, kafloðinn og alveg æðislega sætur... fékk líka nafnið Hnoðri (eða Hnoðra) reyndar segir Teddi "hnorri" en það kemur ábyggilega hjá honum seinna ;)

Annars er bara búið að vera vinna og skóli og vinna og skóli og vinna og skóli... þið náið þessu.

Síðustu helgi kom Alma Dögg í heimsókn til okkar, sóttum hana á laugardeginum og skiluðum henni á sunnudeginum. Ákváðum að skella okkur með Tedda og Ölmu í bíó á sunnudeginum. Fyrsta skiptið sem við förum með Tedda í bíó. Sáum myndina Home On The Range. Teddi sat góður allan tímann og skemmti sér alveg konunglega. Erum jafnvel að íhuga að kíkja í leikhús með hann í vetur. ;)


posted by Latur Bloggari @ 17:24  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home
 
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER