laugardagur, október 09, 2004 |
Fjölskyldumeðlimurinn |
Ég held að nýjasta fjölskyldumeðliminum lítist ekkert á blikuna. Flestir kalla hann Hnoðra, en einn er fastur á því að hann heiti Stúart og sé mús. Hmmm... hvernig haldið þið að hamstri líki við að vera kallaður mús. Ég efast um að honum finnist það gaman, enda eyðir hann mestu af tíma sínum í að reyna að brjótast út. Þess á milli endurhannar hann heimili sitt. Nú þegar er hann búinn að snúa húsinu sínu nánast heilan hring, kannski líkaði honum ekki útsýnið úr því... kannski maður verði nú bara að bæta úr því ;)
Annars var maður nú búinn að gleyma því hvað hamstrar eru ógeðslega sætir, tala nú ekki um þegar þeir eru svona rosalega loðnir! Ekkert smá gaman að horfa á hann vinna verk sín í búrinu. Enn meira gaman að sjá hann í hjólinu og detta útúr því, hehehe...
Jæja annars er allt gott að frétta, er að fara að skríða í bólið, heyrist meira seinna...
|
posted by Latur Bloggari @ 23:43 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|