Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
fimmtudagur, desember 16, 2004
3 down 1 to go
Jæja þá eru 3 próf búin.

Tvö eru nánast alveg örugglega náð en eitt þeirra er spurningamerki! En það er svosem eitthvað sem reddast. Heimurinn ferst nú ekki ef það er fall. ;)

Annars er lítið að frétta, lífið hefur snúist um próf þessa dagana og sólarhringurinn öfugsnúinn. Þannig að maður hittir ekki marga ;) Það verður nú gott að labba útúr skólanum á laugardaginn og vera búinn í prófum. Þá er bara að drífa sig í að pakka inn jólagjöfunum, skrifa jólakortin og kannski baka meira. Hehe jamm ég tók mér smá frí frá lærdómnum í fyrradag og bakaði eina smákökusort! Úff ég er svo mikil húsmóðir ;)

Svo á ég eftir að athuga hvort það sé vinna á mánudaginn eða ekki, væri sko alveg til í að það væri ekki. En hef samt varla efni á því!
posted by Latur Bloggari @ 16:57  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home
 
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER