Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
sunnudagur, janúar 23, 2005
Úff þetta var nú meiri nóttin
Þetta var nú ansi skrautleg nótt hjá okkur í nótt. Við fórum á bakkann í gær og komum heim rétt um hálf 10 - 10. Teddi sofnaði á leiðinni, en rumskaði þó þegar heim var komið til að pissa. Svo skreið ég fljótlega uppí, en Tommi var að spila Battlefield (sem virðist vera kominn í lag), og fór að lesa, sofnaði sennilega rétt fyrir 12. Um klukkan 2 rumska ég við það að Teddi kemur grátandi fram úr herberginu sínu, honum var illt í maganum og hóstaði líka töluvert. Hann fékk að leggjast í sófann frammi hjá pabba sínum og steinsofnaði þar eftir einhvern hálftíma. Ég skreið aftur uppí klukkan 3 og sofnaði um klukkan að verða 4. Þrjúkorteri seinna vakna ég við það að Tommi er að færa Tedda inn í rúm og vaknaði Teddi við það. Þá var hann búinn að pissa í stofusófann. Hann sofnaði svo aftur í rúminu sínu og við fengum öll svefn á meðan. Svo rétt fyrir klukkan sjö vaknaði ég við að Teddi var að kalla, þá var hann búinn að pissa í rúmið sitt. Ég setti hann í hrein náttföt, lagaði til rúmið hans og fékk hann svo til að skríða aftur uppí. Hann ætlaði nú ekki að fást til þess, en sem betur fer gekk það á endanum því að hann steinsofnaði og sefur enn. Vona bara að hann nái að sofa þennan magaverk úr sér.
posted by Latur Bloggari @ 08:06  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home
 
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER