miðvikudagur, mars 09, 2005 |
of mikil vinna, of lítill skóli |
Ég tilkynnti verkstjóranum mínum það í dag að ég þyrfti að minnka við mig vinnuna aftur. Annars er á hraðferð í fall í skólanum. Ég er semsagt búin að vera að vinna ansi mikið undanfarið og er það sko farið að segja til sín námslega séð. Tjah og líka líkamlega séð líka.
Síðasta fimmtudag varð hún elsku amma 85 ára og í tilefni dagsins héldu synir hennar matarboð henni til heiðurs. Meira að segja mamma og pabbi skelltu sér í bæjarferð af því tilefni. Eina leiðinlega var að hún var lasin kellingarræfillinn. En hún ku hafa skemmt sér ansi vel.
En það var líka smá leiðinlegar fréttir þann fimmtudag, strákur sem er frá Raufarhöfn lést í umferðarslysi. Hann er númer 7 af fólki undir 30 og tengist Raufarhöfn að deyja á síðustu 7 árum. Þar af eru 6 farnir í slysum. Ég vorkenni þeim sem hafa verið vinir alls þessa fólks... pæliði í því hve erfitt það hlýtur að vera. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér sorgina ef ég missti einn vin, hvað þá 7.
Á mánudaginn fékk ég að vita að það eru minnst 3 mánuðir í aðgerðina mína. Þannig að ég gæti átt von á aðgerð í júní. Það kostar 10 daga frí frá vinnu. |
posted by Latur Bloggari @ 18:41 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|