miðvikudagur, mars 23, 2005 |
átak |
jæja þá er maður farinn að koma sér af stað í að hreyfa sig. Eins og sást í síðustu færslu var ég dugleg að synda í síðustu viku. Svo fór ég að synda núna á mánudaginn og í göngutúr í gærkvöldi.
Auk þess hef ég ekki borðað nammi allan þennan mánuð, semsagt 23 dagar með deginum í dag, og ekkert kók drukkið. Fæ mér bara Egils Kristal þegar mig langar í gos.
Kemst svo því miður ekki í að synda né ganga í dag, verð bara að taka það út tvöfalt seinna.
Stefnan er að fara alltaf 3 daga í viku og synda og hina dagana að ganga.
Svo verður maður að fara að taka til í matarræðinu. Er að vísu búin að venja mig á að borða morgunmat og yfirleitt ávöxt í morgunkaffinu og seinna kaffinu og á kvöldin. Missi mig stundum í að borða aðeins of mikið í matartímum en það er sjaldnar sem það gerist en það gerði áður.
Ég set mér það markmið að missa allavegana 12 kíló á þessu ári. |
posted by Latur Bloggari @ 20:47 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|