mánudagur, mars 28, 2005 |
Páskar |
Jæja þá eru páskarnir að verða búnir og maður tók smá pásu frá nammibindindinu. Byrja aftur á fullu á morgun ;)
Teddi fór til mömmu sinnar á fimmtudagsmorgun og kom svo aftur til okkar í gær. Voðalega tómlegt þegar hann er ekki hérna hjá okkur.
Á fimmtudagskvöldið fórum við í Borgarleikhúsið að sjá Houdini snýr aftur. Flott sýning og rosalega gaman að gera eitthvað sem maður er ekki vanur að gera ;) Á föstudaginn fórum við í barnaafmæli hjá Veigari og Birki. Tveimur afmælum slegið saman í eitt, þó annað afmælisbarnið hafi átt afmæli þann 4. mars og hitt ekki fyrr en 23. apríl. Fengum eitt stykki hund með okkur heim, það þurfti nefnilega að fara með hana Dögg í klippingu á Stokkseyri, þannig að við tókum hana bara með okkur austur og skiluðum henni á laugardeginum. Þannig að við fórum líka í bæinn á laugardeginum og lentum í mat hjá Lilju. Svo í gær var borðað saman heima hjá Veigari. Geðveikt góður hamborgarahryggur og meðlæti með. Svo var sykursprengja í eftirrétt ;) Í kvöld er förinni svo heitið á bakkann þar sem við ætlum að kíkja á foreldra hans Tomma. |
posted by Latur Bloggari @ 14:21 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|