Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
mánudagur, maí 30, 2005
viðburðarík helgi
Þessi helgi var bæði yndisleg og líka svolítið erfið.

Á laugardaginn gifti Lilja systir sig í Háteigskirkju. Þetta var yndisleg athöfn og voru þau bæði mjög sæt og fín. Einnig voru krakkarnir alveg æðislega fínir og rosalega dugleg að vera góð í kirkjunni. Svo kom flottur hvítur Cadillac að sækja þau og var blæjan meira að segja niðri.
Veislan var svo haldin í Glaðheimum og heppnaðist mjög vel. Mjög góður matur frá Dóra frænda og allt alveg meiriháttar. Enda töluðu allir um það hve frábært allt var og að þetta væri yndislegur dagur.

Á föstudaginn hringdi hann Einar Ingi í mig með þær fréttir að hann Skarpi hefði látist í bílslysi. En hann vann með mér á póstinum og í ca. mánuð vorum við meira en vinir. En höfum ekki talað mikið saman eftir það. Við áttum eftir margt ósagt, kannski ég meira en hann. En nú get ég það ekki... þó ég hafi ekki haft mikið samband við hann í 2 ár þá finnst mér mjög sárt að horfa á eftir honum. Skarpi, þú varst yndislegur, góður og traustur vinur vina þinna. Allir sem þekktu þig áttu það mjög gott. Það var heiður að njóta þessara stunda með þér, hafðu það gott.
posted by Latur Bloggari @ 20:39  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home
 
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER