miðvikudagur, apríl 13, 2005 |
4ra vikna frí frá vinnu |
Þá er ég komin í frí í vinnunni. Vann síðustu næturvaktina í nótt sem leið. Enda var nóttin MJÖG lengi að líða. Í fyrramálið fer ég á spítalann í viðtal við svæfingarlækni og eitthvað fleira. Svo gisti ég hjá Lilju systur aðra nótt því ég þarf að vera mætt á spítalann klukkan 8 á föstudagsmorgun. Aðgerðin á víst ekki að taka nema c.a. 1-2 tíma en ég þarf svo að sofa eina nótt á spítalanum. Úff mér finnst þetta soldið hræðilegt allt saman, hef nefnilega aldrei áður þurft að standa í svona veseni. Þannig að ég er að verða svolítið stressuð fyrir þetta allt saman. En þetta kemur ábyggilega bara til með að ganga vel ;) Það hittist svo skemmtilega á að þegar ég er búin með þann tíma sem ég á að liggja heima eftir aðgerð byrja prófin hjá mér. Þannig að ég sit heima á launum við að læra undir próf. Ekki allir sem geta státað af því. |
posted by Latur Bloggari @ 16:44 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|