fimmtudagur, mars 30, 2006 |
Hver vill skipta? |
Hef hérna eitt stykki stress dauðans sem ég þarf að losna við. Í staðinn þætti mér vænt um að fá hugarró.
Agalegt hvað þetta stress fer illa í mig, síðustu 2 vikur hef ég átt allavega 5 svefnlitlar nætur og það litla sem ég hef sofið hefur innihaldið mjög svo brenglaða drauma, þannig að hvíldin er lítil sem engin! Vona að þetta lagist hjá mér þegar núna um helgina... þá ætti mest stressið að ganga yfir... bara svona svo það geti byrjað að byggjast upp aftur því að það er bara rétt rúmur mánuður í prófin mín.
Núna erum við Tommi að prófa Hreyfingu, fengum sitthvorn þriggja vikna prufupassann þar inn... smá munur að vera þar þegar maður er búinn að vera að æfa niður í laugum! Þannig að vigtartölur næstu 3 vikurnar eru miðaðar við vigtina þar... og miðað við hvernig hún hefur byrjað, þá ætla ég sko ekkert að kvarta! :O)
En jæja á víst að vera að taka til hérna heima, er með system of a down í botni og nýt þess að vera ein heima með mína tiltektartónlist :oD |
posted by Latur Bloggari @ 13:38 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|