miðvikudagur, febrúar 22, 2006 |
Vigtarleysi |
Arg ég þoli það ekki hvað þeim í world class virðist þykja það erfitt að hafa vigt í kvennaklefanum. Nú er ég ein að þeim sem reiðir sig á að geta stigið á vigtina þar, þar sem ég á ekki vigt heima. En nei, vigtin bilaði í síðustu viku og það er enn ekki búið að gera við hana, né koma með nýja í staðinn. Fer alveg rosalega í taugarnar á mér, sérstaklega því þetta er fyrirtæki sem mokar inn peningum frá viðskiptavinum og geta ekki einu sinni boðið upp á þessa þjónustu, sem maður hefði haldið að væri sjálfsögð í fyrirtæki í þessum bransa!
Jæja búin að losa um þetta, þá er komið að klukkinu, var farin að halda að ég myndi sleppa, en nei, skamm Lovísa :op
4 störf sem ég hef unnið um ævina: Kerrukrakki í Hagkaup, fiskverkakona í Jökli og Portlandi, bílstjóri hjá Íslandspósti og starfsmaður á endurvinnslustöðvum Sorpu.
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur: 10 Things I hate about you, Dirty Dancing, LOTR myndir og Harry Potter myndir.
4 staðir sem ég hef búið á: Ísafjörður, Reykjavík, Akureyri, Þorlákshöfn.
4 sjónvarpsþættir sem ég fíla: Gilmore Girls, Biggest Loser, Sex and the City og Lost.
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: England, Danmörk, Noregur og Krít.
4 síður sem ég skoða daglega: mbl.is, hi.is, barnaland.is og mininova.org.
4 matarkyns sem ég held uppá: kjötsúpa, grjónagrautur, hamborgarhryggur og soðin ýsa.
4 staðir sem ég vil heldur vera á núna: í minni eigin íbúð, sólarströnd, á skautum og á stærsta bókasafni í heimi.
4 bloggarar sem ég klukka: Anna, Daðey, Magga og Jónína.
Úff var sko ekki erfitt fyrr en ég var komin í 4 staði sem ég vil frekar vera á, þá stoppaði ég... annars gæti ég sett inn fleiri hluti á flestum stöðum! |
posted by Latur Bloggari @ 20:02 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|