laugardagur, febrúar 18, 2006 |
Spinning |
Ég fór í spinning tíma í dag, mikið svakalega tók ég þar. Entist meira að segja næstum allan tímann, við fórum út þegar eitt lag var eftir, en það lag var aukalag, þannig að ég fyrirgef mér það sko alveg :o) Hugsa að ég fari bara að fara í spinning þegar námskeiðið er búið, ég veit allavega að ég kem til með að brenna þar. Það var nefnilega ekki til þurr þráður í fötunum mínum. Í gær fór ég með námskeiðiskonum í baðstofuna í Laugum, svakalega notalegt, væri alveg til í að hafa alltaf aðgang að henni :o) Annars eru bara 2 vikur eftir að námskeiðinu og þá er um að gera að setja allt í fimmta gír og taka vel á því. Er búin að vera í smá lægð hvað hreyfingu varðar og kom það aðeins niður á vigtinni. Held ég sé komin yfir það erfiðasta og nái að halda áfram í stað þess að hætta. Veit líka að ef ég hætti núna mun ég seint fyrirgefa mér það. Svo er ég með alveg frábæra gulrót fyrir næstu 10 kíló, þegar það markmið næst fer ég í klippingu, en ég hef ekki farið í klippingu síðan í maí :os |
posted by Latur Bloggari @ 18:50 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|