fimmtudagur, febrúar 09, 2006 |
Annríki |
Úff púff það er sko búið að vera mikið að gera hjá mér. Var í kúrs sem var kenndur á 3 vikum, 3svar í viku og á þessum tíma tók ég 2 próf og skilaði einni ritgerð. Ég veit þetta er ansi mikið, en það sem bjargaði var að kennarinn var yndislegur. Hann er kennari við University of Albright og kom bara í svona kennaraskipta prógrammi. Enda sýnir það sig alveg á einkunnum hvað kennarinn var meiriháttar, meðaleinkunnin var 8,4 en ég var með 8,5. Núna er ég byrjuð á öðru svona námskeiði, núna er kennt í 2 vikur og svo aðrar 2 vikur í mars. Ekki alveg eins skemmtilegur kennari en það sleppur samt. Í þessu námskeiði komum við til með að skrifa 40% ritgerð, er reyndar ekki kominn skiladagur á hana. Auk þess að vera í þessu öllu, þá á ég að gera aðra 40% ritgerð í íþróttabókmenntum, 20% verkefni í aðferðafræði og nokkur verkefni í bókmenntafræði. Svo er miðannarpróf í bókmenntafræði og aðferðafræði. Eins gott að maður sinni skólanum vel :oD |
posted by Latur Bloggari @ 12:13 |
|
|
|
Um mig |
Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
|
|