Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
þriðjudagur, janúar 17, 2006
hmmm....
Jæja þá er lífið að komast aftur í fastar skorður eftir jólafrí. Skólinn að rúlla af stað og 4 tímar búnir í námskeiðinu. Fór í aðra vigtun um daginn og þá voru þetta bara 5% sem ég hafði bætt á mig aftur.

Mér líst vel á þessa önn í skólanum, er að vísu í 2 kúrsum sem eru kenndir í 3 og 4 vikur. Þannig að álagið gæti orðið ansi mikið, en ég held ég ráði alveg við það. Þarf að lesa 14 bækur, mest skáldsögur og smásögur, þannig að bókaormurinn í mér fær sko alveg að njóta sín!

Fyrir námskeiðið set ég mér markmið að ná af mér 6 kílóum, 15% í fitu og 10 cm af mittinu... held það sé nokkuð raunhæft, þar sem ég náði af mér 4 kg., 10 % og 8 cm á síðasta námskeiði. Svo er ég líka mikið að spá í að skoða danska kúrinn og ef það gengur vel á ég eftir að hverfa á árinu :oD en það er allt gott og blessað um það að segja ;)
posted by Latur Bloggari @ 17:42  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home
 
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER