miðvikudagur, apríl 19, 2006 |
Tími til kominn |
Úff langt síðan síðast, hér hefur mikið gengið á. Lífið hefur verið rússibani dauðans. Erum í því ferli að kaupa íbúð og það hefur gengið upp og ofan, en eins og staðan er núna lítur allt út fyrir það að við flytjum í okkar eigin íbúð í júní. En vegna alls stressins í kringum þetta, þá hef ég ekki verið svakalega dugleg í ræktinni, auk þess sem ég á ekki lengur líkamsræktarkort. Er að reyna að ákveða í hvaða líkamsæktarstöð ég á að fara. Svo er að aukast stressið útaf skólanum, er í prófum í maí. Hef ákveðið að fara ekki í eitt próf og taka kúrsinn aftur næsta vetur. Ætla þá að bæta hugarfarið gagnvart kúrsinum. Ætla að bæta upp fyrir það að hafa hugsað mjög neikvætt í garð þessa kúrs og kennara í vetur. Svo er ég búin að fara í eitt atvinnuviðtal og á leiðinni í annað í dag. Vona bara að það gangi vel og ég fái vinnu, svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af vinnu mikið lengur. Hef nógu miklar áhyggjur nú þegar. |
posted by Latur Bloggari @ 08:49 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|