þriðjudagur, maí 09, 2006 |
Nóg að gera |
Jæja það er sko nóg að gera hjá mér þessa dagana. Er búin að vinna 4 daga frá 13-17 í sumarvinnunni, já ég veit að ég er í prófum, en ég ákvað samt að byrja að vinna svona. Svo byrja ég af fullum krafti þar á mánudaginn næsta. Lítur rosalega vel út og fólkið sem á búðina virðist vera alveg meiriháttar. Hef fulla trú á því að þetta verði gott sumar. Af íbúðarmálum er lítið að frétta, erum eiginlega bara að bíða eftir því að heyra frá kallinum, hvort hann fari eitthvað fyrr útúr íbúðinni eða ekki. Vonum það besta, væri sko meiriháttar að geta flutt bara strax um mánaðarmótin. Annars erum við öll að deyja úr spenningi yfir þessu öllu saman. Af skólanum er það að frétta að ég er búin að fara í eitt próf, búin að sleppa einu prófi og á tvö próf eftir. Er einhvern veginn að hafa of litlar áhyggjur af þessu öllu saman og þar afleiðandi kem ég til með að taka þokkalegt stresskast einhvern tímann í vikunni! Jæja ætlaði bara að koma með nýjar fréttir og nýja tölu. Nú er hins vegar komið að því að halda áfram að læra ;) |
posted by Latur Bloggari @ 10:57 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|