mánudagur, apríl 28, 2008 |
Sælan búin |
Jæja þá er dvölin í Hveragerði á enda og maður að venjast því að vera komin í vinnuna aftur. Það er pínu erfitt eftir að hafa verið í svona vernduðu umhverfi í 4 vikur. En það gengur þó bara ótrúlega vel, hef verið að hreyfa mig svona í og með og held að vigtin sé enn á niðurleið. Maður verður nú að halda áfram eftir svona góðan árangur en í heildina fóru 5,9 kíló og 9 sentímetrar úr mittinu. Einnig var ég nú svo heppin að vera með frábæru fólki í hóp og sé ég fram á að vera í góðu bandi við marga þeirra. Það er góður stuðningur. Að öðru, nú eru bara 5 vikur eftir í þessari vinnu og er ég að vinna í því að fá aðra vinnu í bænum. Við flytjum sennilega fyrstu vikuna í júní og vonumst við til að vera búin að fá íbúðina þá. Annars væri það vesen að búa inni á öðrum í einhvern tíma. Jæja nú er hausinn tómur og ég farin að snúast í hringi hérna, þannig að ég hendi fleiru inn seinna. |
posted by Latur Bloggari @ 08:37 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|