laugardagur, nóvember 22, 2008 |
bleah |
Hmmm kannski maður ætti nú að fara að vera duglegur og reyna að blogga eitthvað. Maður er einhvern veginn aldrei í stuði til að tjá sig. Hjá mér er allt við það sama, vinna og rækt í nokkuð góðum gír og stefnan tekin á gott mataræði. Hef fulla trú á því að ég sé á réttri leið með allt þetta hjá mér.
Kreppan er staðreynd sem maður getur ekki komist hjá en maður gerir sitt besta í að gleyma. Það er ekkert gaman að vera í þessari neikvæðni endalaust. Hvernig væri að fólk færi að sjá hvað það hefur það í raun gott miðað við svakalega marga. Við höfum flest þak yfir höfuðið, mat á borðum, föt, bíla, sjónvörp, tölvur og allt hvað eina sem mann langar. Hins vegar þarf fólk að huga að því að draga saman seglin og hætta að eyða í vitleysu. Nota peningana í nauðsynjar frekar en að lifa flottu líferni. Ég get svosem ekki mikið sagt, með allt niður um mig fjárhagslega séð. En hef ákveðið að horfa björtum augum fram á veginn og taka Pollýönnu á þetta... þetta reddast allt saman einhvern veginn. |
posted by Latur Bloggari @ 22:02 |
|
2 Comments: |
-
Tilraun 2 til að commenta ;) Ætlaði bara að lýsa yfir undrun minni á að það væri komið inn nýtt efni ;)
-
það hefur alltaf verið ástæða fyrir því að síðan mín heitir laturbloggari ;o)
|
|
<< Home |
|
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|
Tilraun 2 til að commenta ;)
Ætlaði bara að lýsa yfir undrun minni á að það væri komið inn nýtt efni ;)