sunnudagur, ágúst 27, 2006 |
letin að gera útaf við mann |
jæja þá er maður búinn að liggja í dvala í smá tíma.
Teddi byrjaði í skólanum á föstudaginn og vorum við Tommi eins og hinar ungamömmurnar við að fylgja honum í skólann... þetta leggst nú bara nokkuð vel í okkur og Teddi var nokkuð spenntur þarna á föstudagsmorguninn.
Vinnan er ennþá frábær og verð ég að vinna með skólanum í vetur, verður kannski pínu strembið, þar sem ég er í 20 einingum á önn, en ég redda því ;o)
Vigtin er ekki vinur minn þessa dagana... á rosalega erfitt með að koma ræktinni inn í daglegt amstur og held að það komi ekki til með að takast fyrr en að skólinn er byrjaður. Þangað til þá ætla ég bara að gera mitt besta til að ég fari ekki í of háa tölu. Svo verð ég að vera dugleg í vetur og taka þetta föstum tökum!
Skólinn byrjar 4. sept. og ég sveiflast á milli þess að vera spennt og ekkert spennt. Vona bara að þetta verði skemmtilegur vetur og allt gangi upp, því þá verð ég komin með BA gráðu á næsta ári :oD mér finnst það nú samt svakalega fjarlægt og hef oftast ekki trú á því að ég geti skrifað BA ritgerð, en ég er að vinna í því hugarfari svo að ég klúðri nú ekki öllu fyrir sjálfri mér ;o) |
posted by Latur Bloggari @ 14:41 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|