miðvikudagur, nóvember 26, 2008 |
dugnaður |
Jæja ætla að ganga endanlega fram af þér Daðey mín og blogga aftur. Sit hérna í vinnuni og búin að afhenda slatta af miðum á eldhúspartý fm957. Svakalega gaman það.
Á morgun lýkur (líkur, lýkur, líkur, omg held ég þurfi að læra íslensku upp á nýtt) heilsuátakinu í vinnunni og því er nú ver og miður þá held ég að ég fái engin verðlaun né viðurkenningu fyrir minn árangur. Hins vegar get ég stolt sagt það að ég er í 2. sæti yfir mætingar hér í minni verslun. Þannig að þetta er ekki alslæmt. Tala nú ekki um ef tekið er inn í þetta að ég er farin að geta skokkað á hlaupabrettinu, fer yfirleitt rúmlega 2 km á 20 mín og fyrir 122 kílóa skrokk held ég það sé bara fínt.
Annars er ekkert að frétta, er bara að vinna og vinna meira og þess á milli í ræktinni. |
posted by Latur Bloggari @ 18:17 |
|
1 Comments: |
-
Nau nau nau!!!!! ;) Kreppan greinilega hvetjandi til að blogga ;) Dugnaður í þér að hlaupa svona :) Vildi að ég gæti sagt það sama ;)
|
|
<< Home |
|
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|
Nau nau nau!!!!! ;)
Kreppan greinilega hvetjandi til að blogga ;)
Dugnaður í þér að hlaupa svona :) Vildi að ég gæti sagt það sama ;)