föstudagur, nóvember 28, 2008 |
Föstudagur og mánuðurinn senn á enda |
Vá hvað þetta ár er búið að vera alltof fljótt að líða, það er desember handan við hornið og svo nýtt ár. Það góða við desember er samt það að maður hefur nóg að gera og ætti að fá fína útborgun í janúar. Það verður gaman að vinna í jólavertíðinni, mér finnst reyndar alltaf gaman að vinna i öllum vertíðum. Það er alltaf skemmtilegur blær á öllu.
Ég var heima í dag með kvef og lekandi auga. Ákvað að það væri betra að slappa af og reyna að ná þessu úr mér frekar en að vera að sjúga upp í nefið og þerra augað á meðan ég afgreiði viðskiptavini. Var húsmóðurleg og skúraði og er að elda fyrir mömmu og pabba núna. Skellti í eina pizzu og hlakka til að borða hana.
Í gær var mæling í vinnunni, vorum að ljúka 10 vikna átaki. Hefði mátt ganga betur hjá mér en afrekaði að losna við 6 cm og 1,9 kíló. Stefni á að fá einhvern með mér í keppni eftir áramót, skella einhverju í pott og keppast. Mjög gaman að hafa áskorun. Þó hún hafi kannski ekki virkað nógu vel þarna í vinnunni. Held það hafi verið of langur tími í þessu.
En ég get verið þakklát fyrir það að ég er 10 kg léttari en ég var um páska og í mikið betra formi. Ég er á beinu brautinni þó hægt fari. |
posted by Latur Bloggari @ 18:43 |
|
2 Comments: |
-
Frábær árangur! Greinilegt að maður þarf að fara að kíkja reglulega hingað inn aftur...
-
hehe já maður er eitthvað aðeins að tjá sig þessa dagana.
|
|
<< Home |
|
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|
Frábær árangur!
Greinilegt að maður þarf að fara að kíkja reglulega hingað inn aftur...