föstudagur, febrúar 06, 2009 |
Bíóferðir |
Ótrúlegt en satt þá er ég búin að fara tvisvar í bíó á stuttum tíma. Í fyrra skiptið fékk ég boðsmiða á My Bloody Valentine og fór á hana á fimmtudaginn síðasta. Myndin var ágætis afþreying og nokkur flott atriði sem voru hálf ógeðfelld. En hins vegar var söguþráðurinn nokkuð gegnsær og maður fljótur að finna út hver fléttan var.
Svo fór ég á Slumdog Millionaire í gær og hún var mjög góð. Hins vegar skil ég ekki þessa áráttu kvikmyndaframleiðanda að þurfa alltaf að breyta söguþræðinum... sérstaklega þegar söguþráðurinn er bara nokkuð góður fyrir. |
posted by Latur Bloggari @ 13:13 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|