sunnudagur, janúar 18, 2009 |
ársuppgjör |
Jæja er ekki við hæfi að gera upp liðið ár.
Janúar - Byrjaði ekkert svakalega vel, allt í mínus og fúlt. Hitti vissan botn og ákvað að gera eitthvað í mínum málum. Tók ákvörðun um að sækja um dvöl í O-hóp í Hveragerði. Febrúar - Læknirinn sendi af stað beiðni í Hveragerði, fór í blóðprufur og litu þær að mestu leiti vel út. Eina neikvæða var að skjaldkirtillinn er ekki alveg nógu starfhæfur. Eignaðist litla frænku þann 11. feb. Mars - Fékk að vita að ég færi í Hveragerði á öðrum í páskum. Mætti þar alveg dauðstressuð og alveg viss um að þetta yrði ömurlegt. Hitti fullt af frábæru fólki þarna. Apríl - kláraði Hveragerði og fór heim allt önnur manneskja og sex kílóum léttari. Fór í atvinnuviðtal hjá Símanum og rokkaði það feitt. Við mamma og pabbi gengum frá kaupum á íbúð í Kópavoginum. Maí - fékk að vita að ég fengi vinnu hjá Símanum og var mjög sátt við það. Fór með 10. bekkinn á Þórshöfn í vikuferð til Danmerkur. Það var geðveikt gaman. Júní - flutti suður, bjó fyrst hjá Birki og Kæju, svo stutta stund á sófanum hjá Mæju. Fengum íbúðina seinni part í júní og fluttum inn. Byrjaði að vinna hjá Símanum. Júlí - atburðalítill júlí þetta árið, var að vinna og naut þess að vera í nýju vinnunni. Ágúst - endurkomuvika í Hveragerði. Var búin að þyngjast um 1 kg á þessum mánuðum en var fljót að snúa blaðinu við. Léttist um 1 og hálft kg á þessari viku. September - ekki mikið um að vera í september, ekkert sem mig rekur minni í eins og er. Október - afmælismánuðurinn... held það sé nokkurn veginn það eina merkilega í mínu lífi. Tjah nema maður nefni þjóðfélagsástandið. Nóvember - Vann verðlaun fyrir það að vera jákvæðasti einstaklingurinn í heilsuátakinu í Kringlu búðinni. Geggjað gaman. Desember - vann yfir mig í vinnunni og átti lítið frí. En þetta var samt svakalega gaman
Allt í allt var árið stórfínt, ég sneri miklu við í mínu lífi og það er mjög langt síðan ég hef verið eins sátt við sjálfa mig og ég er í dag. Ég er ca. 8-10 kg léttari en í upphafi síðasta árs og er stefnan tekin á að halda þessu áfram. Ég er enn örugg í vinnunni minni, en eins og allir aðrir þá veit ég ekki hve lengi það endist. Í næsta mánuði byrja ég að vinna í búðinni í Smáralindinni. Þá er planið að fara alltaf í ræktina áður en ég mæti í vinnuna því vinnutíminn þar er 11-19 í stað 10-18:30. Þá er passlegt að fara í World Class í turninum fyrir vinnu. Svo er minni kostnaður við bensínið þegar maður er að vinna svona nálægt heimilinu. |
posted by Latur Bloggari @ 20:52 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|