föstudagur, júlí 14, 2006 |
kominn tími á færslu |
jæja nú er orðið ansi langt síðan síðast og margt búið að gerast. Fyrir það fyrsta þá er ég flutt í íbúðina mína og er sko alveg að njóta þess í botn. Ekkert smá notalegt að vera hérna í hlíðahverfinu. Íbúðin er smám saman að taka á sig mynd og ætti allt að verða klárt í næstu viku, þ.e. ef rúmfatalagersstarfsmenn drífa sig í að tæma gám hjá sér sem innheldur hillusamstæðuna sem við ætlum að kaupa.
Þann 17. júní átti ég fimm ára stúdentsafmæli og fór af því tilefni norður á Akureyri. Fór norður að morgni þanns 14. og kom heim aftur þann 18. Mikið svakalega var það gaman, enda langt síðan það hefur verið svona mikið útstáelsi á mér. Líka gaman að hitta alla aftur og svo virðist sem ég hafi komið nokkrum á óvart með nærveru minni. En það er bara gaman ;o)
Vinnan er ennþá frábær og fólkið alveg meiriháttar, enda ef stundaskráin mín leyfir þá held ég að ég hafi vinnu með skólanum og í jólafríinu.
Á þriðjudaginn eignaðist ég lítinn frænda, en þá átti Kæja kærastan hans Birkis lítinn prins sem var 16 merkur og 55 cm. Ég er meira að segja búin að fá að máta hann... og vá ég væri sko alveg til í mitt eigið. En það bíður betri tíma.
Lífið er svona rétt að byrja að ganga sinn vanagang aftur eftir flutningastress og læti þannig að ég fer að koma ræktinni að í stundaskránni aftur og allt þar vonandi aftur á niðurleið ;o) |
posted by Latur Bloggari @ 21:06 |
|
|
|
Um mig |

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
|
Fyrri færslur |
|
Tenglar |
|
Færslusafn |
|
Powered by |
 |
|