Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
þriðjudagur, júní 29, 2004
Langt um liðið
Jæja nú hef ég verið nokkuð löt undanfarið. Mikil vinna og svoleiðis...

En núna sit ég heima með Tedda alveg stútfullan af kvefi. Vorum nefnilega á ættarmóti á helginni og það rigndi heldur mikið á föstudeginum, þannig að tjaldsvæðið var allt á floti alla helgina. Það gerði það að verkum að það var mjög spennandi að leika sér í pollunum og drullunni, þannig að öll börn urðu holdvot og enduðu sennilega allir uppfullir af kvefi. Reyndar hef ég líka heyrt af einum með hlaupabóluna... vonum bara það besta. ;)

Síðustu helgi fór ég í úskrifarveislu hjá Önnu Guðnýju vinkonu minni. Hún var að klára lífefnafræði í Háskólanum. Útskrifaðist með einkunnina 9.3 og var því semidúx (dúxinn var með 9.31). Maður er alveg að rifna úr stolti yfir henni. En þó er það nú svolítið skrítin tilhugsun að fólk sem maður útskrifaðist með úr Menntaskólanum sé að útskrifast úr Háskólanum... og ég ekki byrjuð... ;)

En ég get þó fært þær fréttir að ég er búin að skrá mig í enskuna í haust. Reyndar er áætlunin sú að taka bara fyrsta árið í enskunni og fara svo í bókasafns og upplýsingafræði og sækja um að fá enskuna metna inn sem aukagrein. Tommi ætlar líka í Háskólann, skráði sig í sálfræðina. Þetta verður erfitt en vonandi skemmtilegt.

Við ætlum að búa bara í Þorlákshöfn og keyra á milli. Íbúðin er ekkert að seljast og svo væri það svolítið erfitt fyrir hann Tedda að fara á fjórða leikskólann. Hann er nefnilega á sínum þriðja núna. Það ætti ekki að vera neitt mál að keyra á milli, erum nefnilega á svo rosalega góðum bíl núna ;)

Talandi um bílinn, ég fór í bæinn í síðustu viku og skellti mér með hann í skoðun. Hann fékk fulla skoðun en með einni athugasemd. Það er einhver mótor sem stýrir ljósgeislanum á bílnum bilaður, pabbi ætlar að athuga með að laga það fyrir okkur. Svo þyrfti helst að skipta um bremsuklossana að framan. En þetta eru væntanlega ekki mjög dýrar viðgerðir.
Í sömu bæjarferð fór ég með hana Ölmu Dögg í bíó, bauð henni á Harry Potter. Ég nefnilega fór með hana á hinar tvær og vildi fara með henni á þessa líka... henni fanst alveg ógeðslega gaman.

Svo er spennan að magnast upp fyrir næstu helgi. En ef það hefur farið framhjá fólki þá eru Metallica að spila á sunnudaginn og ég á miða! ;) Að vísu eigum við eftir að fá okkur barnapíu... en það rætist vonandi úr því. ;)

Jæja nú er komið of mikið af upplýsingum í einni færslu... ætla ekki að drekkja ykkur í þessu. Þarf að gefa Tedda morgunmat og sollis... þangaði til næst þegar andinn kemur yfir mig... tata
posted by Latur Bloggari @ 09:46   0 comments
föstudagur, júní 04, 2004
Margt að gerast
Það er ekkert smá margt sem er að gerast í þessu þjóðfélagi okkar.

Á mánudaginn bárust fréttir um 12 ára stelpu sem var stungin til bana. Ekki nóg með það þá var bróðir hennar og móðir líka sár. Upp úr kafinu kom sú tilgáta að móðirin hafi ráðist á börnin og svo skaðað sjálfa sig.
Fyrst þegar ég sá fyrirsögnina af fréttinni á mbl.is hélt ég að þetta væri enn ein fréttin af rugluðum foreldrum í Bandaríkjunum. Þannig að maður varð nú soldið sleginn að sjá að þetta var í Reykjavík. Maður er einhvern veginn hættur að kippa sér upp við þetta þegar svona fréttir berast að utan, þar er þetta daglegt brauð. En þetta er komið ansi nálægt manni þegar þetta er að gerast í Reykjavík. Hvað ætli það sé sem kemur fólk til að gera svona hluti? Þeir telja að hún hafi ráðist á þau í svefni. Greyið börnin hafa sennilega vaknað með mömmu sína yfir sér og hún með blóðugan hníf. Strákurinn er alveg örugglega skemmdur á sálinni til lífstíðar... ég meina hvernig haldið þið að það fari með 14 ára barn að mamma þess reyni að drepa það og takist að drepa litlu systur þess.
Þegar svona fréttir berast hugsar maður iðulega til orðtaksins "heimur versnandi fer"

Á miðvikudaginn kallaði herra Ólafur Ragnar Grímson til blaðamannafundar á Bessastöðum. Það flutti hann ávarp um fjölmiðlafrumvarpið. Ég hlustaði á það í útvarpinu mínu sem ég er með á mér í vinnunni. Maður var orðinn alveg viss um að hann myndi skrifa undir þau. Einhvern veginn hefur forsetinn alltaf gert allt sem ríkisstjórnin vill. Þannig að manni varð nú svolítið brugðið þegar hann sagðist ætla að senda þetta í þjóðaratkvæðargreiðslu. Loksins að einhver hlusti á vilja fólksins í landinu.
Það hafa svo margar spurningar og ólikar skoðanir komið fram á þessu máli að maður er eiginlega týndur í hringiðu skoðanaskipta. Sumir segja að hann hafi mátt gera þetta og það verði þjóðaratkvæðagreiðsla, en aðrir segja að hann hafi ekki þessi völd og því verði ekki þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta ástand er náttúrulega svolítið skrýtið, við höfum aldrei staðið frammi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að það er skiljanlegt að fólk viti ekki alveg í hvorn fótinn eigi að stíga. Svo er líka talað um að þetta geti sundrað ríkisstjórninni, mér finnst þessi ríkisstjórn ekki standa sig sem skildi og væri því alveg til í smá uppstokkun þarna. Enn aðrir tala um þetta sem hernaðaráætlun Davíðs til að hann geti setið lengur í forsætisráðherrastólnum. Þetta er allavegana ástand sem maður sér ekki alveg fyrir sér að Halldór gæti ráðið við. En maður veit svosem aldrei, ætli maður ætti ekki bara að bíða og sjá hvað gerist. Allavegana spennandi tími fram undan.
Persónulega er ég mjög ánægð með það að hann hafi tekið þetta skref. Þó svo þetta mál sé ekki endilega það mikilvægasta og stærsta, þá finnst mér að hann eigi að sýna þessum mönnum á þinginu að þeir komast nú ekki alveg upp með það að láta eins og þeim sýnist og halda í krossfarir gegn hinum og þessum fyrirtækjum.
Annar finnst mér þetta lag hans Bubba segja ansi góða sögu.

Jæja ég ætla að fara og hengja upp úr vélinni. Teddi er veikur í dag og ég er heima með hann. Reyndar er Tommi líka heima, en hann var að vinna í nótt og fer svo aftur að vinna klukkan 1. Hann semsagt mætti í vinnuna klukkan 7 í gærmorgun, vann til 17. Mætti svo aftur klukkan 19:30 og kom heim klukkan 5 í morgun. Svo fer hann að vinna klukkan 13 kemur í fyrsta lagi heim klukkan 17 og er svo að vinna aftur í nótt, semsagt 19:30 til 5 í fyrramálið. Semsagt alveg nóg að gera hjá honum :)
posted by Latur Bloggari @ 08:15   0 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER