Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
laugardagur, maí 26, 2007
Komið á hreint
Jæja þá er það komið á hreint, ég verð á Þórshöfn næsta vetur og verð að kenna í grunnskólanum þar. Ég er allt í senn hrædd, spennt, ánægð og stressuð. En þetta verður svakalega gaman og kem ég til með að vera reynslunni ríkari ;)
posted by Latur Bloggari @ 00:06   1 comments
fimmtudagur, maí 10, 2007
sýna smá tölur
posted by Latur Bloggari @ 10:46   3 comments
sunnudagur, maí 06, 2007
endirinn nálgast
Jæja þá á ég bara eitt próf eftir á þessari próftíð. Er búin að fara í eitt próf og fékk 7 í því, er nokkuð sátt miðað við hvað ég lærði lítið. Annað próf klikkaði illilega og ég klára það í haust. Núna á ég eftir próf í bókmenntafræði, eina ritgerð um tolkien, próf í enskum bókmenntum 1945-2000 og BA ritgerð. Ég sé fram á það að útskrifast í október og ég er svakalega spennt.
Það verður skrýtið að vera ekki í skólanum næsta vetur, en ég hlakka líka til.

Þessa dagana stend ég frammi fyrir því að ákveða hvað ég ætla að gera næsta vetur. Ætlaði að vera í bókabúðinni minni og búa hér í bænum, en svo fékk ég gott tilboð fyrir næsta vetur. Foreldrarnir buðu mér að koma til þeirra og vera hjá þeim ef ég fæ vinnu þar, ég er að sækja um leiðbeinenda starf í grunnskólanum þar og hugsa að ég prófi líka að sækja um í sparisjóðnum. Ég veit að þið haldið flest að ég sé rugluð að vera að íhuga þetta, en ég sé fram á það að borga niður stóran hluta af skuldunum mínum á þessum tíma. Og ég held að það sé vel þess virði, þá ætti ég meiri möguleika á að koma suður aftur og kaupa mér íbúð. En það er það sem mig langar einna mest að gera. Svo ef ég fer að kenna og mér líkar vel við það, þá er ég búin að ákveða að fara í MA námið í ensku og taka kennsluréttindin.

Að öðru leiti gengur lífið bara vel, hef verið nokkuð dugleg í ræktinni, en þarf samt að vera duglegri til að ná betri árangri. Er komin með góðan æfingarfélaga og erum við að vinna í því að keyra stundaskrárnar okkar saman. Munar öllu að hafa félaga í þessu öllu saman. Svo er ég að plana ferð til Barcelona í júlí og ég er nú bara nokkuð spennt yfir þvi. Hef ekki farið erlendis síðan haustið 2000 þegar ég fór til Krítar með útskrifatrárgangnum mínum úr MA.
posted by Latur Bloggari @ 16:45   1 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER