Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
laugardagur, maí 29, 2004
Smá frí
Nokkuð skrítið að sjá fram á að eiga frí fram á þriðjudag. Var reyndar að vinna til klukkan 18 (á venjulega að vinna til klukkan 11 fyrir hádegi) í gær og Tommi vann frá hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. En svo eigum við ekki að mæta í vinnu fyrr en á þriðjudag.

Seinnipartinn í dag verður svo farið í bæinn. Móðurfjölskyldan mín ætlar að hittast í tilefni þess að Kolla frænka mín er í heimsókn. Hún býr nefnilega í Bandaríkjunum og hefur búið þar í tíu ár. Þetta er fyrsta skiptið sem hún kemur til Íslands síðan hún flutti. Einnig erum við að hitta fjölskylduna hennar í fyrsta skipti, en hún á Bandarískan mann og þau eiga fjögurra ára gamlan son.

En áður en við förum í bæinn, ætlum við Teddi að skella okkur í Hveragerði og fara í Bónus þar. En sú búð opnaði þar síðustu helgi. Kannski að maður finni líka eitthvað annað að gera á meðan Tommi sefur. Veit reyndar að ég þarf að brjóta saman þvott og setja aftur í þvottavélina. Erum að reyna að vinna niður óhreina tauið eftir mikla leti í þeim efnum.
posted by Latur Bloggari @ 10:20   0 comments
mánudagur, maí 24, 2004
Nýr bíll!
Við keyptum okkur nýjan bíl á laugardaginn. Toyota Corolla Terra L/B árgerð 1998. Keyrður 122 þúsund kílómetra. Geðveikt flottur blár litur á honum. Þeir settu á hann 550 þúsund en við fengum hann á 450 þúsund. Við erum sko alveg í skýjunum! :D

Í gær fórum við í fjölskyldu og húsdýragarðinn í bænum. Teddi var alveg alsæll og hljóp um allt. Sáum öll dýrin og Teddi fékk að fara í hringekjuna, lestina og bátana. Svo prófaði hann líka rafmagnsbíla, trampólín og önnur leiktæki. Enda var hann nokkuð þreyttur í gær þegar við komum heim.

Ég fór ekki í vinnuna í dag, vaknaði með heiftarlega tannpínu og fór ekki í vinnuna. Fór svo til tannsa klukkan 11 í morgun. Hann lagaði aðeins til tönnina en sagði að ég þyrfti að drífa mig til þessa sérfræðings sem ég á að vera farinn til fyrir löngu síðan.

Svo þegar komið var heim úr bænum, hengdi ég upp úr vél sem ég setti af stað í morgun og er búin að setja í 2 vélar eftir það. Svo var ég líka mjög dugleg og vaskaði upp!
posted by Latur Bloggari @ 17:28   0 comments
mánudagur, maí 17, 2004
Metallica
Ég á miða á Metallica, ligga ligga lái...

Teddi kom heim til okkar í dag. Búinn að vera í burtu síðan föstudaginn fyrir viku síðan, kom reyndar hérna við á fimmtudaginn en fór svo til mömmu sinnar. Hún kom með hann um klukkan 6 í dag. Hann var ekki alveg sáttur, en við náðum að róa hann niður. En það tók hann ansi langan tíma að sofna, held hann hafi ekki sofnað fyrr en klukkan hálf tíu. Fór samt upp í rúm klukkan rétt rúmlega 8.

Helgin mín var meiriháttar!!! Leyfði mér það að skella mér til Akureyrar og heimsækja vinkonur mínar. Var að vísu alger félagsskítur og hætti við að fara á ball með þeim ca. klukkutíma áður en farið var. En það var allt í lagi, ég mætti miklum skilningi þar á bæ. Takk æðislega fyrir mig!!! Annars var skrítið að geta slappað af, maður er orðinn ansi vanur því að vinna mikið. Enda var nú helvíti erfitt að vakna og mæta í vinnuna í morgun.

Bílaleitin heldur áfram, gengur svona upp og ofan, en við höfum alveg örugglega 250 þús krónur upp bíl. Sú tala hækkar reyndar á fimmtudaginn ;)

Næstu helgi verð ég að kíkja í bæinn. Kolla, frænka mín sem hefur búið í USA í tíu ár, er að koma til landsins og það á að hittast af því tilefni. Hún hefur nefnilega aldrei komið til Íslands síðan hún flutti út og því enginn hitt manninn hennar Bob og son hennar Hunter. Það verður nú ansi skrítið.

Jæja þarf að sinna nokkrum verkum fyrir háttinn. Nenni nefnilega ekki að horfa á Boston Rob og Amber vinna Survivor!!! :(
posted by Latur Bloggari @ 22:13   0 comments
mánudagur, maí 10, 2004
Í bílaleit
Jæja við erum komin á fullt með að leita að nýjum bíl, skoðum allar bílaauglýsingar sem við komumst yfir. Rosalega spennandi kvöld hjá mér svona þegar ég sit ein heima. Fara að mestu leyti í bílaleit ;)

Um daginn þegar við fórum norður var ég alger snillingur að gleyma pillunni minni hérna heima. Eftir það var sú ákvörðun tekin að prófa að láta sprauta mig með getnaðarvarnarsprautunni en hún dugir í 3 mánuði.

Helvíti var nú skrítið að hafa klukkutíma í mat og vinna bara til 5 í dag. Hef verið með hálftíma í mat í allavegana 2-3 vikur og síðustu viku vann ég til 6 alla daga. Meira að segja í gær og fyrradag.

Það er nú samt soldið þreytandi að hitta Tomma bara í ca. hálftíma á morgnanna og einn og hálfan tíma á daginn. En ýmislegt leggur maður á sig fyrir peningana!
posted by Latur Bloggari @ 20:48   0 comments
fimmtudagur, maí 06, 2004
Mikið annríki
Það er sko alveg brjálað að gera í vinnunni hjá okkur. Tommi er á næturvöktum og ég að vinna á daginn, hittumst í ca. 2 klst á dag. Svo verður unnið á helginni, Teddi ætlar að fara í heimsókn til ömmu sinnar og afa. Veit ekki hvar við værum ef við hefðum þau ekki, þau eru sko búin að hjálpa okkur mikið og erum við mjög þakklát fyrir það. Jæja að öðrum hlutum...

Á föstudaginn síðasta fór ég í bæinn til að fara í röntgenmyndatöku. Hnéið á mér er búið að vera að gera mig vitlausa í tæpa tvo mánuði. Var sko að drepast í því í 5 mánuði í fyrra en gerði ekki neitt í því þá. Læknirinn heldur að þetta sé einhver festa eða eitthvað að liðþófa eða eitthvað sollis. Hann ætlar að senda mig til sjúkraþjálfara.
Heimsótti ömmu líka í leiðinni, hún er alltaf jafn hress sko. Svo bað hún mig um að skutla sér til mágkonu sinnar, ég sagðist geta það en hún skyldi ekki kippa sér upp við drusluna mína. ;) Hún var bara nokkuð sátt.

Á þriðjudaginn fór Teddi í sturtu og ég var eitthvað að bardúsa í tölvunni á meðan, allt í einu átta ég mig á því að ég hef ekki heyrt í honum í smá stund. Ég fór og athugaði hvað hann var að gera og viti menn, drengurinn steinsofnaði í sturtunni. Tók meira að segja smá tíma að vekja hann svo ég gæti þurrkað honum og sett hann í náttfötin. Persónulega finnst mér þetta skondið en ég veit þó að þetta hljómar eins og ég sé geðveikt kærulaus.

Síðustu 2 kvöld hafa verið "stelpukvöld" hjá mér. Horfði á 10 Things I Hate About You á þriðjudag og Coyote Ugly í gær. Ég alveg dýrka svona stelpumyndir. ;) Ætli það verði ekki svo Dirty Dancing í kvöld :D

Þann 14. maí ætla ég að leggja land undir fót (eða flugvél undir rass) og skella mér norður á Akureyri og heimsækja stelpurnar. Stefnan er tekin á ofát og mikla skemmtun! Daðey sendi mér sms í gær og tilkynnti mér að Paparnir verði í Sjallanum á laugardeginum, mikið verður það nú gaman.

Jæja þetta voru samtíningar dagsins í dag og hoppað úr einu í annað... hoppa bara meira seinna... ;)
posted by Latur Bloggari @ 20:43   0 comments
laugardagur, maí 01, 2004
Bíllinn minn
Jæja bíllinn minn er eiginlega alveg að gefa upp öndina.

  • Um daginn keyrði Tommi á stein og þá brotnaði pústið í sundur.
  • Í allan vetur hefur hann verið leiðinlegur í 5ta gírinn.
  • Það eru einhvers staðar göt á honum og vatn hefur lekið inn, þannig að aftursætið er myglað.
  • Stundum er erfitt að starta honum.
  • Og nú síðast biluðu bremsurnar, þannig að hann er orðinn bremsulaus.

    Við erum semsagt á bíl sem er hávær, með bilaðan gírkassa, illa lyktandi, erfiður í gang og bremsulaus.
    Það er eitthvað sem segir mér að það sé að verða kominn tími á nýjan bíl :)
  • posted by Latur Bloggari @ 18:00   0 comments
    Dugnaður
    Mér tókst nú að laga þetta stafavesen ;)
    posted by Latur Bloggari @ 09:29   0 comments
    Jæja þá er þetta alveg að koma
    Ákvað að finna mér bara nýtt útlit á bloggið, að vísu enn smá örðugleikar, eins og t.d. íslenskir stafir og sollis! ;)
    posted by Latur Bloggari @ 09:26   0 comments
    hmmm... eitthvað þarf að laga
    Jæja mér tókst að fikta aðeins of mikið ;) Nenni ekki að reyna að laga þetta núna ;)
    posted by Latur Bloggari @ 07:17   0 comments
    Um mig

    Name: Latur Bloggari
    Home: Reykjavík, Iceland
    About Me:
    See my complete profile
    Fyrri færslur
    Tenglar
    Færslusafn
    Powered by

    15n41n1

    BLOGGER