Latur bloggari... ;)
hey ég hef hvort sem er ekki mikið að segja, afhverju að vera þá alltaf blaðrandi
fimmtudagur, desember 23, 2004
Þrjár einkunnir komnar :)
Ég er með:

6 í Almennum málvísindum: sko ég fraus í prófinu, það varð misskilningur á milli kennarans og prófstjórnenda þannig að við fengum engar blokkir til að skrifa í. Þið getið ímyndað ykkur að þurfa að skrifa heilt próf á nánast full blöð af spurningum. Krotað út til hliðanna og aftan á blöðin! Vona að ég lendi aldrei aftur í þessu. Hmmm.... reyndar var þetta annar af 2 kúrsum sem ég var ansi hrædd við svona fyrirfram, en með smá lestrartörn daginn áður, þá hafðist þetta ;)

7 í Ritþjálfun 1: ritgerðakúrs, skrifaði 2 ritgerðir og eitthvað af minni verkefnum. Bjóst sko alls ekki við að fá hærra en 5 í byrjun kúrsins. Fannst ritgerðirnar mínar algert rusl, en virðist vera sem það hafi verið eitthvað smá vit í þeim! ;)

8 í Breskri menningarsögu: sko fyrirfram bjóst ég aldrei við að ná þessum kúrs. Svo eyddi ég eiginlega 4 dögum í að lesa bækurnar og glósurnar og fara yfir gömul próf. Það hefur virkað svona líka alveg rosalega vel! ;)

Annars er allt gott að frétta. Við fórum í bæinn í dag að skutla jólapökkunum og fengum slatta til baka. Tjah eða Teddi fékk slatta til baka ;) Svo þegar heim var komið tók við jólatrésskreyting undir tónum Bubba sem er í beinni á bylgjunni. Svo þegar Teddi er sofnaður ætlum við að raða pökkunum undir tréð og klára eins mikið af þrifum og við getum í kvöld. Erum nokkuð þreytt eftir að hafa vakað fram eftir í gærkvöldi. Vorum nefnilega að pakka inn gjöfum og klára að græja nokkrar gjafir. Þannig að við fengum ca. 3-4 tíma svefn í nótt ;) Svo fékk Teddi fyrirlestur um að hann eigi að sofa til 8 í fyrramálið, en ef ég þekki hann rétt þá verður hann vaknaður klukkan 6 ;)

Jæja maður ætti að drífa sig í að gera eitthvað :)

Gleðileg jól :)
posted by Latur Bloggari @ 22:45   0 comments
laugardagur, desember 18, 2004
Prófin búin
Jæja þá er síðasta prófið búið! Held ég ná i því líka ;)
posted by Latur Bloggari @ 20:28   0 comments
föstudagur, desember 17, 2004
Ein einkunn komin
Jæja próflausi áfanginn minn er búinn að skila einkunn, fékk 7. Sem er mér reyndar óskiljanlegt! ;) En ég er sátt! :)
posted by Latur Bloggari @ 13:11   0 comments
fimmtudagur, desember 16, 2004
3 down 1 to go
Jæja þá eru 3 próf búin.

Tvö eru nánast alveg örugglega náð en eitt þeirra er spurningamerki! En það er svosem eitthvað sem reddast. Heimurinn ferst nú ekki ef það er fall. ;)

Annars er lítið að frétta, lífið hefur snúist um próf þessa dagana og sólarhringurinn öfugsnúinn. Þannig að maður hittir ekki marga ;) Það verður nú gott að labba útúr skólanum á laugardaginn og vera búinn í prófum. Þá er bara að drífa sig í að pakka inn jólagjöfunum, skrifa jólakortin og kannski baka meira. Hehe jamm ég tók mér smá frí frá lærdómnum í fyrradag og bakaði eina smákökusort! Úff ég er svo mikil húsmóðir ;)

Svo á ég eftir að athuga hvort það sé vinna á mánudaginn eða ekki, væri sko alveg til í að það væri ekki. En hef samt varla efni á því!
posted by Latur Bloggari @ 16:57   0 comments
föstudagur, desember 10, 2004
1 down, 3 to go
Jæja fyrsta próf búið, held svei mér þá barasta að ég nái því!

Annars er bagalegt ástandið, Teddi kom veikur heim í gær og ég er eitthvað slöpp líka. Svaf ekki nema 3 tíma í morgun, þannig að ég var nú ekki alveg sú ferskasta í prófinu! ;)
posted by Latur Bloggari @ 16:21   0 comments
fimmtudagur, desember 09, 2004
Maður er nú einu sinni latur bloggari! ;)
Jæja kannski kominn tími á að tjá sig smá hérna.

Hmmm.... lífið hefur aðallega snúist um skóla og vinnu. Búin að vera að lesa og lesa meira milli þess sem ég vinn á dag- eða næturvöktum í vinnunni. En ég er komin í frí frá vinnunni í bili. Fyrsta prófið mitt er nefnilega á föstudaginn(10), svo annað á mánudaginn(13), annað á fimmtudaginn(16) og síðasta á laugardaginn(18). Svo mætir maður galvaskur í vinnu þann 20. og vinnur vonandi í allavegana 3 daga. Því svo vinn ég ekki meira það sem eftir er af árinu. Við ætlum að vera hérna heima í rólegheitum á aðfangadag en svo förum við norður til mömmu og pabba þann 27. og verðum yfir áramótin. Já meðan ég man, hér með auglýsi ég eftir hamstrapössun þann tíma!

Annars er lítið að gerast í kringum mig. Enda er maður sko ekki búinn að vera mikið á meðal annarra manna undanfarnar 2-3 vikur. Var nefnilega á næturvöktum í tvær vikur og þegar ég hætti að vinna ákvað ég bara að vera ekkert að standa í því alveg strax að snúa sólarhringnum við. Rólegasti tíminn á heimilinu er á nóttinni þannig að það auðveldar manni allan lestur. Svo eru prófin mín ekki fyrr en klukkan 13:30 á daginn þannig að það ætti að sleppa til þó maður vaki til 3-4 nóttina áður ;)

Annars er ég nokkuð bjartsýn fyrir þessa próftíð, svona allavegana miðað við þegar ég var í tölvunarfræðinni, ég veit að ég kem mjög líklega til með að ná Bresku Bókmenntunum (fyrra próf upp á 6.9 gildir 50%) og Hljóðfræðinni (verkefni sem gilda 50% er í einkunnum 8.5+). Hins vegar er annað mál með Bresku Menningarsöguna og Almennu Málvísindin, hugsa samt að ég nái þeim alveg (tjah ætli það sé ekki frekar að maður vonist til að ná þeim). Svo er ég í einum próflausum áfanga sem heitir Ritþjálfun 1, þar er ég búin að fá 7.5 fyrir ritgerð sem gilti 30%, fæ einkunn fyrir þá næstu í byrjun næstu viku (hún gildir 40&) og svo á ég eftir að skila síðasta verkefninu (sem gildir 30%), en við eigum að skila því á mánudaginn, þ.e. sama dag og ég fer í hljófræði prófið mitt!

En jæja ætli þetta sé ekki nóg í fréttum svona í bili, allavegana er British Cultural Identities bókin farin að kalla á mig hástöfum og ætla ég að sinna því kalli!

posted by Latur Bloggari @ 03:01   0 comments
Um mig

Name: Latur Bloggari
Home: Reykjavík, Iceland
About Me:
See my complete profile
Fyrri færslur
Tenglar
Færslusafn
Powered by

15n41n1

BLOGGER